Við búum í samfélagi þar sem fólk getur óhindrað farið ferða sinna, sótt sér menntun, sinnt tómstundum og tekið þátt í hverskonar tímamótum fjölskyldu og vina – nema það sé fatlað.
Samfélagið hefur, með innviðum sínum og uppbyggingu, valdið því að fatlað fólk er oft útilokað frá þátttöku og ákvarðanatöku. Sjálfsbjörg berst fyrir bættu aðgengi, réttindum og velferð hreyfihamlaðra á öllum sviðum samfélagsins.
Við búum í samfélagi þar sem fólk getur óhindrað farið ferða sinna, sótt sér menntun, sinnt tómstundum og tekið þátt í hverskonar tímamótum fjölskyldu og vina – nema það sé fatlað.
Samfélagið hefur, með innviðum sínum og uppbyggingu, valdið því að fatlað fólk er oft útilokað frá þátttöku og ákvarðanatöku. Sjálfsbjörg berst fyrir bættu aðgengi, réttindum og velferð hreyfihamlaðra á öllum sviðum samfélagsins.
Gott aðgengi er lykillinn að því að hreyfihamlað fólk geti verið fullgildir þátttakendur í samfélaginu og verið hluti af gleðistundum fjölskyldu og vina.
Það er glatað að geta ekki tekið þátt í einhverju skemmtilegu! Sjálfsbjörg hefur safnað saman upplýsingum um staði með góðu aðgengi, meðal annars til að halda barnaafmæli.
Námskeið, tónleikar, bíó eða leikhús? Fatlað fólk vill líka sinna áhugamálum sínum og sækja menningarviðburði. Hönnun mannvirkja á ekki að útiloka hóp fólks frá þátttöku í lífinu.
Skortur á aðgengi getur útilokað fatlað fólk frá tækifærum til menntunar og starfa. Í kjölfarið missir samfélagið af þekkingu og reynslu.