Tómstundir bæta og kæta, nema þið séuð fötluð…

Samkvæmt núgildandi löggjöf hefur hreyfihamlað fólk ekki rétt á styrkjum fyrir hjálpartækjum sem tengjast áhugamálum eða tómstundastarfi. Með því að halda þessari löggjöf óbreyttri eru stjórnvöld að segja að hreyfihamlað fólk þurfi ekki að eiga sér áhugamál. Það eru mannréttindi okkar allra að hafa greiðan aðgang að tómstundaiðju.

Þessi löggjöf er úrelt og brýtur á mannréttindum hreyfihamlaðs fólks.
Skrifaðu undir og skoraðu á stjórnvöld að tryggja hreyfihömluðu fólki tækifæri til að lifa lífinu til fulls.
Form

Komdu út að hjóla!
Nema þú sért fötluð…

Fyrir Hönnu væri algjör draumur að geta farið í hjólatúr með manninum sínum og jafnvel á kajak á sumrin. Andleg og líkamleg heilsa Hönnu veltur verulega á því að hún geti verið virk meðal fólks. Fatlað fólk á að geta stundað útivist óháð líkamlegri getu og fjárhagsstöðu.

Förum út að skokka!
Nema þið séuð fötluð…

Þuríður hefur gaman af allri útivist og áður en hún lamaðist fór hún meðal annars oft á skíði og út að skokka. Ef hún ætti viðeigandi hjálpartæki hefði hún haldið áfram að mæta í skokkhópinn sinn. Hjálpartæki gera fötluðu fólki kleift að taka þátt í lífinu og halda í tengingu við mismunandi hópa eða félagsskap.

Kíkjum í bumbubolta!
Nema þú sért fatlaður…

Íþróttir hjálpuðu Hákoni mikið eftir að hann lamaðist, bæði líkamlega og andlega. Hákon er mikill íþróttamaður en kostnaðurinn við hjálpartæki fyrir tómstundir koma í veg fyrir að hann geti stundað sumar íþróttir. Hreyfing skiptir miklu máli fyrir fatlað fólk, eins og okkur öll.

Fatlað fólk á líka að geta stundað áhugamálin sín

Finnst þér það ekki?